Þingflokksformaður Viðreisnar. Gift Ragnhildi Sverrisdóttur. Eiga saman tvær tvítugar dætur, þær Elísabetu Friðriksson og Margréti Friðriksson. Áhugamálin eru vandræðalega hefðbundin, íþróttir, útivist og lestur. Hanna Katrín brennur fyrir almannahagsmunum sem felast í opnu, frjálslyndu og umhverfisvænu samfélagi.

Á laug­ar­dag­inn kem­ur taka loks­ins gildi lög sem auðvelda lögskilnað fyr­ir þolend­ur of­beld­is í nánu sam­bandi. Hug­mynda­smiður lag­anna er Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fyrr­ver­andi þingmaður Viðreisn­ar, sem lagði frum­varpið fyrst fram haustið 2019 í kjöl­far út­varpsþátta sem báru heitið Kverka­tak, þar sem rýnt var í heim­il­isof­beldi,...

Í hag­fræðinám­inu mínu forðum daga var lögð mik­il áhersla á sam­keppni og þýðingu henn­ar fyr­ir lífs­kjör fólks. Þetta eru auðvitað eng­in geim­vís­indi og þess vegna hef­ur það vakið nokkra furðu mína hvernig til­tekn­ir stjórn­mála­flokk­ar hafa haldið hinu gagn­stæða á lofti, þ.e. að öfl­ugt eft­ir­lit með...

Fljót­lega eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu í fe­brú­ar 2022 kom beiðni frá Úkraínu um niður­fell­ingu tolla á úkraínsk­um vör­um en úkraínsk stjórn­völd voru þar að leita leiða til að halda efna­hag lands­ins gang­andi þrátt fyr­ir stríðsátök. Ísland tók vel í þessa beiðni og fyr­ir ári samþykkti...