Þingflokksformaður Viðreisnar. Gift Ragnhildi Sverrisdóttur. Eiga saman tvær tvítugar dætur, þær Elísabetu Friðriksson og Margréti Friðriksson. Áhugamálin eru vandræðalega hefðbundin, íþróttir, útivist og lestur. Hanna Katrín brennur fyrir almannahagsmunum sem felast í opnu, frjálslyndu og umhverfisvænu samfélagi.

Verðbólga er í sögulegum hæðum hér á landi, nokkuð sem allur almenningur finnur á eigin skinni. Þá gildir einu hvort rætt er um búðarferðir fjölskyldunnar eða afborganir af húsnæði. Verð allra hluta er að hækka. Varnarviðbrögð þeirra sem vilja láta eins og ekkert sé undanfarnar vikur...

Vonandi sér nú fyrir endann á kjara­deilum Eflingar og Sam­taka at­vinnu­lífsins. Ýmsir at­vinnu­rek­endur hafa þó lýst yfir á­hyggjum af því að geta ekki haldið rekstrinum gangandi með auknum launa­kostnaði ofan á á­lögur sem hafa farið vaxandi undan­farið. Þetta á sér­stak­lega við í til­viki smærri vinnu­veit­enda. Á...

Það er erfitt að skilja hvernig ríkisstjórn sem setur árlega nýtt met í útgjöldum ríkissjóðs getur átt svona erfitt með að mæta þörfum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu. Þeir eru víða eldarnir. Vandi Landspítalans er öllum ljós, ekki síst bráðaþjónustunnar. Sorgleg staða í öldrunarmálum og geðheilbrigðismálum sömuleiðis...

Með fjárlögum 2023 slær ríkisstjórnin enn eitt Íslandsmetið í eyðslu. Þrátt fyrir batnandi tekjuhorfur ríkissjóðs var lagt af stað inn í 2023 með aukinn halla frá forsendum fjármálaáætlunar og enn hærri vaxtagjöld. Með öðrum orðum skilaði ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar enn og aftur fjárlögum sem...

Fyrir keppnisleiki þarf töluverðan undirbúning sem oft ræður úrslitum þegar upp er staðið. Þjálfarateymi er ráðið til starfa, leikmannahópur valinn, markmið sett og svo langar og strangar æfingar. Það er ekki yfirstandandi heimsmeistaramót í handbolta sem vekur þessar hugrenningar hjá mér heldur orð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra...