Þorsteinn Pálsson

Umsögn Samkeppniseftirlitsins um sölu Íslandsbanka er pólitískt sprengiefni fyrir þá sök að hún endurspeglar skýra mynd af hnappheldu peningakerfisins og fjármálamarkaðarins. Jafnframt varpar hún ljósi á ófullnægjandi undirbúning málsins. Samkeppniseftirlitið telur núverandi eignarhald á viðskiptabönkunum gallað. Það er í prins­ippinu fylgjandi sölu á hlutum ríkisins. En...

Trumpisminn í Bandaríkjunum hefur í fjögur ár verið óumdeild háborg popúlismans í heiminum. Af sjálfu hefur leitt að forseti Bandaríkjanna hefur verið áhrifamesti popúlisti í heimi. Áður var hann leiðtogi lýðræðisþjóða og frjálsra viðskipta. Í síðustu viku gerðu stuðningsmenn Donalds Trumps áhlaup á þinghúsið og stöðvuðu...

Sjóðsöfnun lífeyrisréttinda er styrkasta stoð velferðarkerfisins. Grunnurinn að því var lagður í kjarasamningum fyrir hálfri öld. Á nýju ári stendur það við vatnaskil. Sívaxandi þungi í kröfum stjórnvalda um að lífeyrissjóðir fjármagni óhjákvæmilega skuldasöfnun ríkissjóðs vegna kórónuveirukreppunnar veldur tvíþættri ógn: Önnur er sú að við getum...

Mikilvægustu atriðin í dómi Yfirnefndar Mannréttindadómstólsins í Landsréttarmálinu eru tvö: Annars vegar er sú meginniðurstaða Hæstaréttar staðfest með afdráttarlausum rökum að þáverandi dómsmálaráðherra braut íslensk lög við skipan dómaranna. Hins vegar virðast áhrif dómsins ekki leiða til ógildingar þeirra mála, sem dómararnir umdeildu áttu aðild að. Þetta...

Enn sem komið er hefur enginn flokkur lagt fram kosningastefnuskrá. Eigi að síður eru umræður hafnar um hvers konar stjórnarmynstur séu möguleg að kosningum loknum. Forsætið Forsætisráðherra og formaður VG er varfærin í yfirlýsingum um þetta efni umfram það að staðfesta ánægjuna með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Fjármálaráðherra...

Fyrir tveimur vikum greindi Fréttablaðið frá því að Seðlabankinn hafi þrýst á ríkisstjórnina að ráðast í stóra skuldabréfaútgáfu erlendis í þeim tilgangi að styrkja gengi krónunnar. Þetta bendir til þess að Seðlabankinn sé ekki eins viss nú eins og í vor um að geta fjármagnað halla...