Skólasund verður gert að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, að því gefnu að nemendur hafi lokið hæfniviðmiðum skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Þessa tillögu samþykktum við, í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, á fundi okkar sl. þriðudag. Tillagan kemur upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða,...

Í upphafi hvers árs fara þættir um mataræði og heilsu (þá aðallega heilsu tengda við vigt) að verða fyrirferðamiklir í sjónvarpinu og aðrir miðlar birta viðtöl við fólk (aðallega konur) sem hafa misst einhvern fjölda kílóa og eru í hinu svokallaða formi. Að gefnu tilefni langar mig...

Við hófum þetta ár á bjart­sýni. Bólu­setn­ingaröf­und kom sem nýtt orð í tungu­málið okk­ar, á meðan við biðum eftir fyrstu bólu­setn­ing­unni, sann­færð um að bólu­setn­ingin myndi bjarga okkur út úr Kóvi­dinu, fjölda­tak­mörk­unum og minn­is­blöðum frá Þórólfi. Með bólu­setn­ingum yrði skóla- og frí­stunda­starfið aftur með eðli­legum...

Við fáum oft að heyra að í­þróttir séu besta for­vörnin, en er það svo? Við getum að­eins treyst á for­varnar­gildi í­þrótta­á­stundunar þegar jafn­rétti ríkir í allri sinni dýrð. Að­eins þá. Eðli for­varna er að sporna við hvers konar á­hættu­hegðun, eða hegðun sem gæti dregið úr lífs­gæðum...

Það er alltaf betra þegar lagt er af stað með góðum hug. Þann góða hug má víða sjá í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Stefnt er að því að gera sam­fé­lagið okk­ar enn betra, þó óljós­ara sé hvernig rík­is­stjórn­in ætli að fram­kvæma það sem stefnt er að....

Skipu­lags- og sam­göngu­ráð sam­þykkti nýlega nýtt hverf­is­skipu­lag fyrir Breið­holt. Í hverf­is­skipu­lagi er stefnan fyrir hverfið hugsuð í heild sinni og gefnar eru út skýrar leið­bein­ingar um hvað hver og einn má gera við sína eign. Hverf­is­skipu­lagið er afrakstur margra ára sam­ráðs. Haldnir hafa verið fundir með...

Á þeim tíma sem Breiðholtið byggðist upp var í gildi bygg­ing­ar­reglu­gerð sem gerði kröfu um lyft­ur í þeim fjöl­býl­is­hús­um sem voru fimm hæðir eða fleiri. Niðurstaðan? Flest fjöl­býl­is­hús urðu akkúrat fjór­ar hæðir. Þannig mátti spara bygg­ing­ar­kostnað og ung­ir íbú­ar hús­anna létu sig hafa stig­ann. Nú, ára­tug­um...

Sveit­ar­fé­lög sinna mik­il­vægri grunnþjón­ustu fyr­ir íbúa sína. Í flest­um sveit­ar­fé­lög­um veg­ur rekst­ur grunn- og leik­skóla þyngst, um 40-60% af út­svar­s­tekj­um. Einnig eru ýmis vel­ferðar­mál, sér­stak­lega þau sem snúa að fötluðum, öldruðum og fólki af er­lend­um upp­runa. Sveit­ar­fé­lög­in eru nær íbú­um en ríkið og því eðli­legt...