Thomas Möller

Starfar sjálfstætt við fyrirtækjaráðgjöf og er stundakennari við Háskólann á Bifröst. Giftur Bryndísi María Tómasdóttir. Saman eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Áhugamál eru stjórnmál, ferðalög, badminton, mótorhjól, umhverfismál, tónlist og fjölskyldan. Thomas brennur fyrir sanngjarnara og frjálslyndara Ísland þar sem jafnrétti og almannahagsmunir ráða.

Ef orðið „undirstöðuatvinnugrein“ er sett inn á google koma upp 8320 síður þar sem hagsmunaaðilar keppast við að eigna sér þennan titil. Hér eru örfá dæmi: ASÍ minnir á að ein undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar er sjávarútvegur. SVÞ segir á vef sínum að verslunin sé ein af undirstöðuatvinnugreinunum....

Við Íslendingar erum oftast ósammála um málefni dagsins. Það nægir að nefna orkupakkann, ESB, krónuna, hvalveiðar, virkjanir, kvótakerfið, göngugötur, verndartolla, pylsur eða pulsur… það er af nógu að taka. En nú hefur þetta breyst. COVID-19 hefur leitt til að við virðumst sammála um næstum allt. Við...

Á seinni hluta 19. aldar, þegar langömmur mínar og afar voru að stofna fjölskyldu var lífið erfitt en einfalt. Þá voru örfá störf í boði, engir fjölmiðlar, örfáir kostnaðarliðir og einn skattur. Maturinn kom úr nærumhverfinu. Ferðalög voru kaupstaðarferð, samgöngur vorskip og haustskip. Enginn sími...

Íslenskan er fjölbreytt tungumál. Við notum til dæmis sama orð yfir hávaða og þögn …hljóð. Íslenskan er eina tungumálið í heiminum sem notar sama orðið yfir skuldir og heppni … lán. Hugsanleg skýring á mikilli skuldsetningu Íslendinga gegnum tíðina. En eina skuldsetningu eigum við að...

Árið 1959 sagði John F. Kennedy að kínverska orðið ógn væri skrifað með tveimur táknum. Annað þeirra táknar hættu (e. crisis) og hitt táknar tækifæri (e. opportunity). Stórhættulegur COVID-19 faraldurinn hefur valdið þjáningum og tjóni á Íslandi en hefur þessi ógn hugsanlega skapað okkur ný...

Við getum verið stolt af öflugum atvinnugreinum okkar sem byggja á fiski, ferðafólki og fallvötnum. En eru blikur á lofti? Skoðum það nánar. Nokkur byggðarlög hafa tekið þátt í verkefninu „Brothættar byggðir“. Markmiðið er að stöðva fólksfækkun í smærri byggðum. Grímsey og Hrísey hafa tekið þátt...

Gönguferð um Hornstrandir í fyrra opnaði augun mín fyrir gríðarlegu verðmæti ósnortinnar náttúru. Orðspor landsins okkar sem umhverfisvæns lands með hreinu lofti, ómenguðu vatni og óspilltri náttúru, er líklega verðmætasta auðlind okkar. Við stærum okkur af því að um 99% orku sem nýtt er til...