Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir

Þingmaður. Býr með dætrum sínum, Elísabetu Unu (19 ára), Kristrúnu (16 ára) og Maríu Guðrúnu (8 ára) og köttunum Símoni og Shakiru. Áhugamál eru bækur, kvikmyndir og áhrifakonur sögunnar. Obba brennur fyrir að Ísland verði land góðra lífskjara, frjálslyndis og jafnréttis.

Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni...

Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir...

Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram. Það...

Kórónuveiran breytti heiminum og um leið öllu okkar daglega lífi. Hún breytti stóru myndinni og hún breytti hinu smáa. Samvinna er stóri lærdómurinn eftir baráttuna við veiruna, samvinna almennings og stjórnvalda, samvinna hins opinbera og einkageirans og síðast en ekki síst er lærdómurinn mikilvægi alþjóðasamvinnu. Fréttatíminn...

Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali...

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tímabindingu réttinda vera rauða þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluti takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins, reglur sem eru rétthærri en önnur almenn lagasetning og öll önnur lög þurfa þess vegna að...

Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit...