02 maí Hundrað og ellefu dagar (BJ)
Ég segi Seðlabankanum auðvitað ekki fyrir verkum, en ég get sagt mína skoðun. Nefndin ætti að taka á sig rögg núna í maí og lækka vextina myndarlega. Hún getur alltaf hækkað þá aftur næst, ef henni finnst viðbrögð hagkerfisins of ofsafengin.