Reykjavík

Hugtakið gerendameðvirkni hefur verið í mikilli notkun í umræðunni um ofbeldi á undanförnum misserum. Í MeToo-bylgjunni sem hófst fyrir um það bil ári síðan jókst orðanotkunin til muna - eða á sama tíma og við sáum þolendur nafngreina gerendur sína opinberlega. Margir hverjir eru þjóðþekktir einstaklingar og...

Í langan tíma hefur blasað við mannekla hjá Landspítala. Ein af ástæðum fyrir flótta úr þessum mikilvægu starfsstéttum er vinnutíminn. Vaktavinna er ekki fjölskylduvæn og fátt í okkar samfélagi sem styður við fjölskyldufólk í þeirri stöðu. Það er viðbótarálag að finna út úr því hvar...

Við erum öll sammála um að atvinna og nýsköpun eigi að blómstra í Reykjavík. Þess vegna samþykkti borgarstjórn í vikunni nýja atvinnu- og nýsköpunarstefnu eftir gott, þverpólitískt samstarf með aðkomu atvinnulífsins, nýsköpunargeirans og almennings. En til að svo megi vera þarf að næra jarðveginn. Þess vegna...

Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður...

Geta sveitarfélaga til að ráðast í framkvæmdir og bæta þjónustu ræðst af stöðu bæjar- eða borgarsjóðs. Ef sveitarfélög standa sterk, geta þau staðið fyrir kraftmiklum fjárfestingum þegar á þarf að halda. Reykjavík, sem langstærsta og langöflugasta sveitarfélag landsins, hefur á undanförnum árum gefið kröftuglega í...

Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að sinna börnum. Í Reykjavík eru börn sett í forgang og við sjáum það á þeim verkefnum sem Viðreisn og núverandi meirihluti hefur lagt áherslu á. Bilið brúað Eitt helsta kosningamál Viðreisnar var að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það...

Framboðslisti Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík var staðfestur í dag á fjölmennum félagsfundi Reykjavíkurráðs Viðreisnar. Sæti í ráðinu eiga allir meðlimir Viðreisnar búsettir í Reykjavík. Oddviti listans er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sigurvegari prófkjörsins og formaður borgarráðs. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi. Í þriðja sæti...