Hanna Katrín Friðriksson

Þingflokksformaður Viðreisnar. Gift Ragnhildi Sverrisdóttur. Eiga saman tvær tvítugar dætur, þær Elísabetu Friðriksson og Margréti Friðriksson. Áhugamálin eru vandræðalega hefðbundin, íþróttir, útivist og lestur. Hanna Katrín brennur fyrir almannahagsmunum sem felast í opnu, frjálslyndu og umhverfisvænu samfélagi.

Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla. Markmiðið var að sýna fram á fáránleika Evrópusamvinnunnar og helgaði...

Af hverju talar Viðreisn ekki meira um Evrópusambandið? Af hverju talar Viðreisn svona mikið um Evrópusambandið? Þetta eru tvær algengustu spurningarnar sem ég fæ frá fólki í tengslum við starf mitt sem þingmaður. Báðar spurningarnar bjóða upp á mikilvægt tækifæri til að ræða það sem raunverulega...

Eftir að Króatía náði lang­þráðu mark­miði sínu um ára­mótin og skipti út gjald­miðli sínum fyrir evru eru þau orðin 20 Evrópu­löndin sem nýta sér þennan næst­stærsta gjald­miðil heims til hags­bóta fyrir ríkis­sjóð við­komandi landa, fyrir­tæki og heimili. Þá eru ó­talin ríki utan Evrópu­sam­bandsins sem nota...

Það er fátt nýtt undir sólinni.Þessi gömlu sannindi koma upp í hugann nú þegar enn eitt árið kveður og nýtt tekur við. Veðráttan hefur sinn óstýriláta gang eins og við Íslendingar þekkjum manna best. Hagur fyrirtækja og heimila sveiflast upp og niður, ýmist vegna ytri eða...

Vorið 2021 samþykkti Alþingi tillögu mína um að mótuð yrði stefna fyrir afreksfólk í íþróttum, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sveitarfélög landsins. Sömuleiðis átti að tryggja fjárhagslegan stuðning við afreksfólk. Þessa stefnu átti ráðherra að leggja fram á þingi eigi síðar en...

Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur mistekist að takast á við eina stærstu áskorunina sem hún stendur frammi fyrir. Vaxtakostnaður ríkissjóðs hefur aukist hratt á síðustu árum, vegna hallareksturs og skuldasöfnunar ríkisstjórnarinnar, og við erum minnt á veruleikann sem fylgir hávaxtaumhverfinu á Íslandi. Minnt á...

Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70...