Þorsteinn Pálsson

Ólafur Harðar­son prófessor í stjórn­mála­fræði sagði eftir um­ræður leið­toga stjórn­mála­flokka í Silfrinu í byrjun vikunnar að Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra réði því hvernig ríkis­stjórn yrði mynduð að kosningum loknum. Þetta var eðli­lega sagt með fyrir­vara um úr­slit kosninga. En margt bendir til þess að prófessorinn hafi þarna...

Sennilega er ekki of djúpt í árinni tekið að Björn Bjarnason og Hlédís Sveinsdóttir hafi opnað blindgötu í umræðum um landbúnaðarmál með nýju umræðuskjali, sem þau unnu fyrir stjórnvöld og birt var fyrir skömmu. Í fyrrahaust tilkynnti landbúnaðarráðherra að í mars á þessu ári yrði sett...

Afglæpavæðing fíkniefna er mikið til umræðu. Fyrir Alþingi liggur annað stjórnarfrumvarp, sem framselur ákvörðunarvald um gjaldeyrishöft til Seðlabankans. Segja má að það feli í sér eins konar afglæpavæðingu gjaldeyrishafta. Báknið fær meiri völd Í bókinni Áhættudreifing eða einangrun frá 2014 segja Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri og Hersir...

Seðlabankinn er musteri peninganna. Í gegnum tíðina hafa flestir borið virðingu fyrir bankanum og stjórnendum hans. En það væri ofsagt að bankinn hafi verið fólkinu í landinu hjartfólginn. Seðlabankastjóri og formaður bankaráðs hafa nýlega með hófsömu orðalagi staðhæft að hagsmunahópar stýri að miklu leyti málefnum þjóðarbúsins....

Við erum að bjarga heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngukerfinu frá langvinnri vanrækslu og ásælni peningaaflanna í landinu.“ Þetta voru orð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi við umræður um fyrstu stefnuræðu ríkisstjórnarinnar í desember 2017. Og hún bætti við: „Við höfum það sem til þarf. Við höfum þann...

Með sann­fær­ing­ar­krafti skrif­ar vin­ur minn Guðni Ágústs­son í Morg­un­blaðið 15. apríl í til­efni hug­leiðinga, sem ég setti fram á dög­un­um, um það sem líkt væri með miðjumoði Evr­ópu­sam­bands­ins og sam­vinnu­hug­sjón­inni. Guðni tel­ur að sam­lík­ing þessi beri vott um ESB-trú, trú­ar­hita og ofsa­trú. Þess­um nafn­gift­um er ugg­laust...

Stjórnsýsla í molum í heilbrigðisráðuneyti.“ Þetta er fyrirsögn á fréttaskýringu í Morgunblaðinu síðastliðinn mánudag. Þar er fjallað um ógöngur heilbrigðisráðherra vegna útgáfu reglugerðar um vistun ferðalanga í sóttvarnarhúsi. Í fyrstu ætlaði ráðuneytið að halda gögnum um undirbúning málsins leyndum. Það er athyglisvert vegna þess að samstaða...

Helsta ástæðan fyrir efasemdum og andstöðu margra við fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu er ótti við að miðin fyllist aftur af erlendum fiskiskipum. Ef þessi ótti væri byggður á rökum ætti ég heima í liði efasemdarmanna. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins á engin þjóð rétt til veiði í...