Alþingi breytti skil­grein­ingu nauðg­unar í hegn­ing­ar­lögum á fundi sínum þann 23. mars sl. Þar með er engum vafa und­ir­orpið að sá sem hefur sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök við aðra án þess að fyrir liggi sam­þykki er sekur um nauðg­un. Skila­boðin frá lög­gjaf­anum eru afar skýr...

Félagið Viðreisn Árnessýslu var stofnað í Tryggvaskála þann 15. febrúar síðastliðinn. Tilgangur þess er að halda uppi félagsstarfi stjórnmálasamtakanna Viðreisnar í Árnessýslu í samræmi við stefnu flokksins og annast framboð Viðreisnar í sveitastjórnarkosningum á starfssvæðinu. Á fundinum var gengið frá starfs- og skipulagsreglum félagsins og kosinn...

Öllum kemur við hvernig peningum almennings er varið. Þess vegna lagði ég áherslu á það sem fjármálaráðherra að allir hefðu aðgengi að reikningum ráðuneytanna á vefnum opnirreikningar.is. Það var ekki þrautalaust að koma því í gegn.

Til þess að fyrirtæki beri sig verða þau að fá nægar tekjur. Auðvelt er að segja að eigendur fyrirtækja geti sjálfum sér um kennt að hafa samið um allt of há laun. Málið er ekki svona einfalt. Styrking krónunnar veldur því að mörg fyrirtæki í útflutningi fá miklu minni tekjur núna en þegar þau sömdu um launin.

Benda má á aðra tegund af popúlisma, sem lengi hefur reynst stjórnmálamönnum vel. Samfélaginu er skipt upp í gott fólk og vont fólk. Vonda fólkið getur verið af ýmsu tagi. Það getur verið elítan, eina prósentið, stjórnvöld, innflytjendur, menningarvitar, stórmarkaðirnir, trúfélög, bankarnir. Allt spillta forréttindaliðið. Góða fólkið er allur almenningur og stjórnmálamaðurinn sem talar máli hinna óspilltu.

Þrír menn eiga öðrum fremur heiðurinn af því að skipa Íslandi í fylkingu Evrópusambandsþjóða, með aukaaðild að sambandinu: Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Samningurinn er mesta pólitíska afrek þeirra allra.