20 jan Viljum við ekki samkeppni?
Það er löngu tímabært að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína til frjálsrar samkeppni. Við eigum stórkostleg tækifæri til að draga úr samkeppnishindrunum og lækka þannig kostnað neytenda.
Það er löngu tímabært að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína til frjálsrar samkeppni. Við eigum stórkostleg tækifæri til að draga úr samkeppnishindrunum og lækka þannig kostnað neytenda.
Þrír menn eiga öðrum fremur heiðurinn af því að skipa Íslandi í fylkingu Evrópusambandsþjóða, með aukaaðild að sambandinu: Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Samningurinn er mesta pólitíska afrek þeirra allra.
Morgunblaðið fór fremst í flokki þeirra sem lögðu áherslu á nauðsyn veiðigjalda og hafði að lokum árangur sem erfiði. Nú er lítið deilt um kvótakerfið sjálft eða hvort greiða eigi gjöld fyrir veiðiréttinn, heldur aðeins hvernig skuli reikna þau gjöld. Vinstri stjórnin, næst á undan þeirri sem nú situr, lagði grunninn að þeim veiðigjöldum sem nú eru innheimt. Draumurinn var að reikna út svonefnda auðlindarentu, sem er fræðilegur mælikvarði á afrakstur af greininni.
Í Alþingiskosningunum haustið 2017 dreifðu nokkrar vef- og samfélagsmiðlasíður nafnlausum áróðri sem beint var gegn ákveðnum stjórnmálamönnum og -flokkum og studdi óbeint aðra. Þorgerður K. Gunnarsdóttir vakti athygli á þessum vinnubrögðum á Alþingi og krafðist rannsóknar.
Á Íslandi eigum við einn Trump en marga Cartera. Fáir hafa miklar hugsjónir sem sína pólitísku leiðarstjörnu og ólíklegt að þjóðin taki stökk fram á við undir þeirra leiðsögn. Í stjórnarmyndunarviðræðum nú í haust var flest falt og grimmt slegið af.
Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims...
En vúdú-hagfræðin boðar enn og aftur útgjaldaaukningu og skattalækkanir. Nú á að nota lækkun á eiginfé bankanna til þess að bæta tugum milljarða í útgjöld ríkisins. Rétt eins og vinstri stjórnin greip til varasjóða til þess að bjóða til veislu árið 1971 gengur kampavínsstjórnin á eignir og dregur tappa úr stút.
Sér væri, sagði hann, sönn ánægja að því – og hann væri viss um að allir aðrir sem hér væru viðstaddir tækju undir það – að verða þess var að löngu tímabili tortryggni og misskilnings væri nú lokið.
Undanfarið ár kom það ítrekað fyrir, að eftir að tillögur höfðu verið samþykktar í ríkisstjórn þurfti að hefja samningaviðræður við einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokks um sömu mál. Ef til vill verða þeir leiðitamari undir leiðsögn formanns VG.
Evrópusamvinna, auðlindagjöld, gjaldmiðlamál og kerfisbreytingar til hagræðingar virðast ekki vera ofarlega á verkefnalista þeirra afla sem nú ræða stjórnarmyndun. Samkvæmt því þarf til dæmis ekki að ræða þjóðaratkvæði um að ljúka aðildarviðræðum við ESB, ekki tryggja gjaldtöku fyrir kvótann né ná fram markaðsaðlögun í landbúnaði....