23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun...

Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna....

Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur...

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar var samþykkt í desember sem og fjárhags­áætlun annarra sveitarfélaga. Meiri­hlutinn dásamar stöðuna og mærir störf sín þrátt fyrir það að reglulegar tekjur standa ekki undir reglulegum útgjöld­um, eignasala dekkar mismuninn eins og vanalega, nema hvað? En það er erfitt að meta árangur nema í...

Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu til umsagnar tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Tillagan hefur með hagsmuni Garðabæjar að gera og snertir um leið hagsmuni Kópavogsbúa. Lagt er til að breyta vaxtalínu Garðabæjar, í bakgarði sveitarfélagsins og í návígi íbúðahverfi Kópavogs, til þess að...

Fyrir keppnisleiki þarf töluverðan undirbúning sem oft ræður úrslitum þegar upp er staðið. Þjálfarateymi er ráðið til starfa, leikmannahópur valinn, markmið sett og svo langar og strangar æfingar. Það er ekki yfirstandandi heimsmeistaramót í handbolta sem vekur þessar hugrenningar hjá mér heldur orð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra...