„Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn, það er bara þannig.“ Þetta er tilvitnun í Daða Hjálmarsson, útgerðarstjóra KG Fiskverkunar, sem einnig situr í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Tilefnið er frásögn Fréttablaðsins fyrir viku af nýrri rannsókn Kristjáns Vigfússonar kennara við Háskólann í Reykjavík á viðhorfi...

Salan á Íslandsbanka er annað af tveimur sér stefnumálum Sjálfstæðisflokksins, sem náð hafa fram að ganga í fimm ára stjórnarsamstarfi. Hitt er skattalækkunin, sem var hluti af kjarasamningum 2019. Það eru bara Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn, sem fylgja ákveðið þeirri almennu grundvallarhugmyndafræði að einkaframtakið, fremur en skattborgararnir,...

Það hefur verið áhugavert að fylgja með viðbrögðum Bankasýslunnar við skýrslu Ríkisendurskoðanda. Bæði formaður og forstjóri hafa brugðist við og virðast ekki sjá neitt athugavert við leið sem valin var, hina svokölluðu tilboðsleið. Er Ríkisendurskoðandi m.a. sakaður um vanþekkingu á viðfangsefninu og seinagang. Þá vakti það...

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fór fram þann 9. nóvember. Það er því við hæfi að upplýsa um þær áherslur sem Viðreisn leggur til að teknar verði til skoðunar áður en endanleg áætlun verður samþykkt í desember. Viðreisn leggur til að: Hlutfall tómstunda og félags­mála­fræðinga...

Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70...

Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira...

Yfirvofandi er þrot ÍL-sjóðs vegna pólitískra mistaka. Eftir rúman áratug fer sjóðurinn í þrot, samkvæmt fjármálaráðherra. Ráðherra telur það raunhæfan valkost að setja sjóðinn í slit núna með lagasetningu og senda reikninginn strax til lífeyris­þega og sparifjáreigenda. Ríkisstjórnin hefur talað eins og tvær mjög ólíkar útfærslur...