Haustfundur Landsvirkjunar í síðustu viku varpaði sterku ljósi á stöðu orkumála á Íslandi og í umheiminum og tengsl þeirra við orkuskipti og losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig birtist þar veikleiki ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Alla forystu skortir. Ríkisstjórnin birti í byrjun mars stöðuskýrslu um orkumál. Þar voru settar fram...

Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur...

Aðgerðir í loftslagsmálum til að ná kolefnishlutleysi hafa framkallað græna iðnbyltingu um allan heim. Íslendingar þurfa að nálgast verkefnið með því að velja leiðir, sem geta verið allt frá því að vera virkir þátttakendur í þessari byltingu með áframhaldandi hagvexti og bættum lífskjörum til þess...

Djúpstæður ágreiningur stjórnarflokkanna þriggja á síðasta kjörtímabili varðandi hálendisþjóðgarð, sem þó var eitt af kjölfestumálunum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, gerði að verkum að málið var andvana fætt. Þáverandi umhverfisráðherra sagði að þrátt fyrir allt fælust í þeirri niðurstöðu skýr skilaboð Alþingis til ríkisstjórnar og ráðherra um...

Við­reisn hefur á síðustu mánuðum sett vaxandi þunga í um­ræður um frjáls­lyndar um­bætur í sjávar­­út­vegi. Mark­miðið er annars vegar að tryggja rétt­látari skipan mála með eðli­legu endur­gjaldi fyrir einka­rétt til veiða og hins vegar að eyða ó­vissu um gildis­tíma hans. Þannig verði þjóðar­eignin virkari en um...

Heið­rún Lind Marteins­dóttir fram­kvæmda­stjóri SFS skrifar grein í Frétta­blaðið síðasta fimmtu­dag. Þar lýsir hún þeirri skoðun í nafni út­gerðanna í landinu að þeim þyki sér­kenni­legt að frétta­stofa Stöðvar 2 skuli kalla for­mann þess stjórn­mála­flokks, sem mest fjallar um mál­efni sjávar­út­vegsins á Al­þingi, í við­tal um mál­efni...

Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem...

Ásíðum Fréttablaðsins síðustu vikur hefur staðið snörp ritþræta milli prófessors í hagfræði og endurskoðanda um lagatúlkun varðandi bókhald sjávarútvegsfyrirtækja. Þrætan snýst um það hvort aflahlutdeild telst til óefnislegra eigna, sem ekki þarf að sýna hvers virði eru í bókhaldinu, nema að hluta. Lagaþrætur geta verið áhugaverðar. Hér...

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi...