Sigmar Guðmundsson

Alþingismaður og ritari Viðreisnar. Sigmar á fimm börn, þau Krístínu Ölmu, Sölku, Kötlu, Krumma og Katrínu. Áhugamál Sigmars eru ræktin og önnur hreyfing, útivera, samvera með börnunum, kaktusar og Tinnabækurnar og allt sem þeim fylgir. Hann hefur beitt sér mikið fyrir því að efnahagur íslendinga verði stöðugri. Einnig hafa málefni fíknisjúkra, aðstandenda þeirra og annara sem standa höllum fæti í samfélaginu verið honum hugleikinn

Það er dapurlegt að lesa um hvernig stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka virðast hafa aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram var bankinn í meirihlutaeigu ríkisins. Eignin sem verið var að selja var ríkiseign. Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbubisness fyrir...

Það var áhugavert að lesa viðtal við nýjan formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur, um helgina. Þar var hún eðlilega spurð um stefnubreytingu flokksins í Evrópumálum. Svarið var vægast sagt áhugavert. „Það þýðir ekk­ert að halda ein­hverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyr­ir meðal þjóðar­inn­ar. Ef...

Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í...

Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum. Sem viðbragð við henni fáum við...