Thomas Möller

Starfar sjálfstætt við fyrirtækjaráðgjöf og er stundakennari við Háskólann á Bifröst. Giftur Bryndísi María Tómasdóttir. Saman eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Áhugamál eru stjórnmál, ferðalög, badminton, mótorhjól, umhverfismál, tónlist og fjölskyldan. Thomas brennur fyrir sanngjarnara og frjálslyndara Ísland þar sem jafnrétti og almannahagsmunir ráða.

Í dag byggir verðmætasköpun á Íslandi að miklu leyti á notkun takmarkaðra auðlinda, mikilli notkun jarðefnaeldsneytis og mjög stóru kolefnisfótspori, sem er með því hæsta í heiminum miðað við hvern íbúa. Fiskveiðar, landbúnaður, ferðaþjónustan og stóriðja búa til risafótspor, sem verður að minnka á næstu...

Um daginn þegar ég horfði út um gluggann við Garðatorg og sá fullorðinn karlmann skilja innkaupavagninn úr Bónus eftir við bílinn sinn töluvert langt frá búðinni, rifjaðist upp fyrir mér málsháttur sem ég heyrði fyrir nokkrum árum sem er hafður eftir C.S. Lewis, rithöfundi frá...

Nei, ég ætla ekki að tala um meinta hollustu mjólkurdrykkju í þessum pistli. En eitt er víst: Mjólkin er alls ekki góð fyrir samkeppnina í landinu. Hér eru nokkur dæmi: Samkeppnislög gilda ekki um hluta mjólkuriðnaðar á Íslandi. Mjólkurverð myndast ekki í samkeppni, það er ákveðið...

Ef orðið „undirstöðuatvinnugrein“ er sett inn á google koma upp 8320 síður þar sem hagsmunaaðilar keppast við að eigna sér þennan titil. Hér eru örfá dæmi: ASÍ minnir á að ein undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar er sjávarútvegur. SVÞ segir á vef sínum að verslunin sé ein af undirstöðuatvinnugreinunum....

Við Íslendingar erum oftast ósammála um málefni dagsins. Það nægir að nefna orkupakkann, ESB, krónuna, hvalveiðar, virkjanir, kvótakerfið, göngugötur, verndartolla, pylsur eða pulsur… það er af nógu að taka. En nú hefur þetta breyst. COVID-19 hefur leitt til að við virðumst sammála um næstum allt. Við...

Á seinni hluta 19. aldar, þegar langömmur mínar og afar voru að stofna fjölskyldu var lífið erfitt en einfalt. Þá voru örfá störf í boði, engir fjölmiðlar, örfáir kostnaðarliðir og einn skattur. Maturinn kom úr nærumhverfinu. Ferðalög voru kaupstaðarferð, samgöngur vorskip og haustskip. Enginn sími...

Íslenskan er fjölbreytt tungumál. Við notum til dæmis sama orð yfir hávaða og þögn …hljóð. Íslenskan er eina tungumálið í heiminum sem notar sama orðið yfir skuldir og heppni … lán. Hugsanleg skýring á mikilli skuldsetningu Íslendinga gegnum tíðina. En eina skuldsetningu eigum við að...