Sjávarútvegsráðherra hefur, eftir beiðni þingmanna Viðreisnar, birt Alþingi skýrslu Hagfræðistofnunar um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Hún er hvort tveggja athyglisverð og umræðuverð. Fram kemur að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa gjöld fyrir veiðirétt lækkað hér. Á sama tíma...

Samkeppni réði litlu um hlutdeild þessara hólfa í þjóðarbúskapnum. Eftir lögmálum haftakerfisins var það hlutverk stjórnmálanna að tryggja framgang fyrirtækja. Óskrifað samkomulag sá svo um að raska ekki jafnvæginu. Pólitískur stöðugleiki mikilvægari en framleiðni Hugtök eins og framleiðni komu lítið við sögu þegar mál voru til lykta...

Í dag byggir verðmætasköpun á Íslandi að miklu leyti á notkun takmarkaðra auðlinda, mikilli notkun jarðefnaeldsneytis og mjög stóru kolefnisfótspori, sem er með því hæsta í heiminum miðað við hvern íbúa. Fiskveiðar, landbúnaður, ferðaþjónustan og stóriðja búa til risafótspor, sem verður að minnka á næstu...

Í­mynd VG og Sjálf­stæðis­flokks var vissu­lega ólík, þegar til nú­verandi stjórnar­sam­starfs var stofnað. Lykillinn að lausninni fólst í sátt um kyrr­stöðu. En sam­starfið hefur svo sýnt að flokkarnir eru ekki í reynd eins fjarri hvor öðrum og margir ætluðu. Að einhverju leyti má segja að íhaldssamir...

Nei, ég ætla ekki að tala um meinta hollustu mjólkurdrykkju í þessum pistli. En eitt er víst: Mjólkin er alls ekki góð fyrir samkeppnina í landinu. Hér eru nokkur dæmi: Samkeppnislög gilda ekki um hluta mjólkuriðnaðar á Íslandi. Mjólkurverð myndast ekki í samkeppni, það er ákveðið...

Ef orðið „undirstöðuatvinnugrein“ er sett inn á google koma upp 8320 síður þar sem hagsmunaaðilar keppast við að eigna sér þennan titil. Hér eru örfá dæmi: ASÍ minnir á að ein undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar er sjávarútvegur. SVÞ segir á vef sínum að verslunin sé ein af undirstöðuatvinnugreinunum....