Evrópusamvinna, auðlindagjöld, gjaldmiðlamál og kerfisbreytingar til hagræðingar virðast ekki vera ofarlega á verkefnalista þeirra afla sem nú ræða stjórnarmyndun. Samkvæmt því þarf til dæmis ekki að ræða þjóðaratkvæði um að ljúka aðildarviðræðum við ESB, ekki tryggja gjaldtöku fyrir kvótann né ná fram markaðsaðlögun í landbúnaði....

Um aldamótin hafði nánast hver einasti Íslendingur aðgang að netinu. Maður brosti í kampinn og fannst sem aðrar þjóðir væru fastar á steinöld. Ég heimsótti nýverið fjármálaráðuneytið á Ítalíu. Þar í landi var fimmtungur með aðgang að netinu um aldamótin, en nú hafa Ítalir tekið fram úr okkur á ýmsum sviðum. Sérstaklega getum við lært eitt og annað af þeim í rafrænni stjórnsýslu.

Viðreisn kynnti í dag áherslur sínar fyrir kosningarnar, kostnað ríkisins af breyttum áherslum og hvernig kostnaði verður mætt á næsta kjörtímabili. Helstu áherslur Viðreisnar ganga út á að lækka kostnað heimila af vöxtum og matarinnkaupum. Benti Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður á að væru...

„Hvers vegna eru Evrópumálin ofarlega hjá Viðreisn?“ er spurning sem ég fæ reglulega að heyra. Fyrsta svar er iðulega okkar ónýta króna. Næsta svar hljómar svona: Vegakerfi Íslands er í molum. Fjármagn til vegagerðar er mjög af skornum skammti og ljóst að vegakerfið er á mörgum...