Skuggakosningar voru í framhaldsskólum landsins í síðustu viku. Síðdegisútvarp RÚV ræddi við nemendur í MA sem sátu framboðsfund í aðdraganda kosninganna. Annar viðmælandinn sagði að ef um hefði verið að ræða fyrirtæki með starfskynningu hefði það ekki höfðað til hans. Af hverju? Jú, fundurinn var...

Við þurfum gagnsæi í stað feluleiks hins gamla tíma sem hefur falist í að svara helst ekki fyrirspurnum fyrr en í fulla hnefana. Auðvitað getur enginn svarað því sem hann hvorki veit um né hefur aðgang að, en sumir stjórnmálamenn hins gamla tíma virðast telja að allt skuli vera leynilegt sem ekki er sérstaklega mælt fyrir um að skuli vera opinbert. Þessi viðhorf valda tortryggni og draga úr trausti almennings.
 

Inngangur Hér á eftir er reynt að svara nokkrum spurningum sem hefur verið varpað fram í umræðunni um myntráðshugmyndina. Ekki er reynt að gera öllum álitamálum skil og því síður er um tæmandi greiningu að ræða. Peningastefnan er mikilvægur hluti af efnahagsumgjörðinni og nauðsynlegt að nálgast...

Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun...