Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem...

Sá möguleiki er fyrir hendi að úrslit komandi kosninga til Alþingis munu ekki endurspegla að fullu vilja þjóðarinnar. Kannanir sýna að mögulega munu stjórnmálaflokkar fá fleiri þingmenn en þeir ættu rétt á samkvæmt öllum eðlilegum skilningi. Er það sanngjarnt? Hvernig stendur á því? Reglur til þingkosninga...

Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi. Kvótakerfið er heimild útgerða til að veiða ákveðinn hluta leyfilegs afla og veiðigjaldið er árgjaldið sem greitt er, enda eðlilegt að greitt sé fyrir aðgang að takmarkaðri náttúruauðlind. Þessu er oft hrært saman. Kvótakerfið hefur...

Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með...

Reynslan sýnir að nú er kominn tími til að miðjan í íslenskri pólitík fái raunveruleg áhrif við ríkisstjórnarborðið. Til þess að svo megi verða þurfa flokkarnir sem standa næst miðjunni frá hægri og vinstri að fá fleiri þingsæti en síðast. Annars heldur stjórn vinstri og...