Reykjavíkurráð Viðreisnar var formlega stofnað fyrir sveitastjórnarkosningar 2018. Hefur ráðið verið virkur þáttur í starfi Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu, séð um skipulagningu viðburða og haldið utanum kosningar. Félagar í Reykjavíkurráðinu eru skráðir félagar í Viðreisn sem hafa lögheimili í Reykjavík.
Í sveitarstjórnarkosningunum 2018 fékk Viðreisn 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa kjörna, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar.
Þau sem áhuga hafa á því að taka þátt í starfi Reykjavíkurráðsins geta haft samband við formann þess á netfangið reykjavik@vidreisn.is.
Í stjórn sitja:
- Samúel Torfi Pétursson formaður
- David Erik Mollberg
- Gunnar Björnsson
- Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
- Sigrún Helga Lund
- Sigurjón Njarðarson
- Starri Reynisson, varafulltrúi
- Þórir Gunnarsson, varafulltrúi