Við ætlum að halda áfram með ábyrga fjármálastjórn með því að hagræða í rekstri og viljum fækka ráðum, nefndum og sviðum. Við ætlum að halda áfram að lækka fasteignaskatta og viljum ekki að Reykjavíkurborg standi í samkeppnisrekstri. Þess í stað viljum við að borgin auki einkarekstur með útboðum og selji eignir, eftir faglegt mat og með mjög skýrum leikreglum. Við ætlum að halda áfram að einfalda kerfið með því að taka stór skref í starfræna þjónustu.
Það á að vera raunverulegt val um alla grunnskóla. Því teljum við að það eigi að vera frítt í alla grunnskóla, óháð rekstrarformi. Við viljum auka faglegt frelsi kennara og skóla og færa ákvarðanir sem næst nemendum. Þannig getum við bæði stuðlað að einstaklingsbundu námi og fært þjónustu við börn nær þeim. Við viljum að fimm ára börn fái frítt í leikskóla og teljum að sjálfstætt starfandi leikskólar séu lykillinn að því að brúa bilið. Betri samþætting skóla- og frístundastarfs bætir vinnudag barna.
Við ætlum að halda áfram metuppbyggingu íbúða sem hefur átt sér stað í Reykjavík undanfarin þrjú ár og skipuleggja lóðir fyrir 2.000 íbúðir á ári. Við viljum að það verði fljótlegra og ódýrara að byggja í Reykjavík og viljum fylgja ráðleggum OECD til að einfalda umgjörð byggingamála. Við viljum halda áfram að þétta byggð. Við viljum líka reisa ný hverfi í Skerjafirði, Ártúnshöfða, á Keldum og að í Vatnsmýri komi blönduð byggði í stað flugvallar.
Við ætlum að tryggja raunverulegt valfrelsi í samgöngum . Við viljum hraða uppbyggingu Borgarlínu og fjölga deilibílum og umhverfisvænum samgönguvalkostum. Við styðjum Sundabraut sem styttir leiðir fyrir alla samgöngumáta og tengir Kjalarnesið betur við Reykjavík. Með þéttari byggð í hverfum og góðum, fjölbreytum samgöngum á milli hverfa, verða til sterkari hverfiskjarnar með nærþjónustu og sjálfbær og lifandi hverfi.
Viðreisn í Reykjavík var formlega stofnað fyrir sveitastjórnarkosningar 2018. Félagið er virkur þáttur í starfi Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu, sér um skipulagningu viðburða og heldur utan um kosningar. Félagar eru skráðir félagar í Viðreisn sem hafa lögheimili í Reykjavík. Hægt er að skrá sig í Viðreisn hér.
Í sveitarstjórnarkosningum 2022 varð oddviti Viðreisnar í Reykjavík, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, kjörinn borgarfulltrúi með 5,2% atkvæða.
Reikningur: 0515-26-470518
Kennitala: 470518-0650
Stjórn Viðreisnar í Reykjavík:
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.