Kosningarnar í ár eru frábrugðnar kosningum fyrri ára að því leyti að loksins virðast flestir stjórnmálaflokkar taka loftslagsbreytingar alvarlega. Baráttan fyrir betra samfélagi byggist að miklu leyti á viðbrögðum allrar heimsbyggðarinnar við þeirri vá sem nú steðjar að. En hversu tilbúnir eru flokkarnir til þess...

Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á...

Fjármálaráðherra heldur áfram að tala um hugmyndir Viðreisnar að betra samfélagi sem „kanínur úr hatti“, nú síðast í grein í miðju Fréttablaðsins 8. september. Skoðum þessar kanínur nánar. Fyrsta kanínan Viðreisn vill gengisstöðugleika með því að festa gengi krónunnar við evru með sama hætti og Danir og...

Iðnaður sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda á ekkert erindi á 21. öldinni. Hann verður að hætta að losa eða hætta í rekstri. Raunveruleikinn er ekki flóknari en þetta. Útfærslan getur hins vegar verið ýmis konar, hröð eða hæg, almenn eða sértæk. Gleðitíðindin eru þau að íslenskur...