Seðlabank­inn hef­ur aukið veru­lega hina svo­kölluðu bindiskyldu bank­anna. Það þýðir að viðskipta­bank­arn­ir þurfa að leggja meira fé inn á vaxta­lausa reikn­inga í Seðlabank­an­um. Þetta er ugg­laust skyn­sam­leg ráðstöf­un. Ákvörðunin staðfest­ir að stjórn­völd eru enn langt frá því að ná jafn­vægi í þjóðarbú­skapn­um. Sú staðreynd kem­ur ekki...

Von­brigði lands­manna þegar vext­ir voru ekki lækkaðir í kjöl­far kjara­samn­ing­anna voru mik­il. Til­finn­ing­arn­ar eru hliðstæðar því þegar ís­lenska landsliðið tap­ar þýðing­ar­mikl­um leik. Eins og við höf­um öll tapað. Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur lagði til 80 millj­arða svo hægt væri að ná samn­ing­um en hef­ur ekki enn svarað...

Al Jaber er iðnaðarráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Jafnframt er hann forstjóri stærsta ríkisolíufyrirtækis þeirra og forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur verið varfærinn í því að skrifa hlýnun jarðar á reikning olíunotkunar. Minni alþjóðlega athygli hefur vakið að hann er líka bakhjarl alþjóðlegu einkastofnunarinnar Hringborðs norðurslóða. Hliðarstofnun...