Evrópusamvinna, auðlindagjöld, gjaldmiðlamál og kerfisbreytingar til hagræðingar virðast ekki vera ofarlega á verkefnalista þeirra afla sem nú ræða stjórnarmyndun. Samkvæmt því þarf til dæmis ekki að ræða þjóðaratkvæði um að ljúka aðildarviðræðum við ESB, ekki tryggja gjaldtöku fyrir kvótann né ná fram markaðsaðlögun í landbúnaði....

Um aldamótin hafði nánast hver einasti Íslendingur aðgang að netinu. Maður brosti í kampinn og fannst sem aðrar þjóðir væru fastar á steinöld. Ég heimsótti nýverið fjármálaráðuneytið á Ítalíu. Þar í landi var fimmtungur með aðgang að netinu um aldamótin, en nú hafa Ítalir tekið fram úr okkur á ýmsum sviðum. Sérstaklega getum við lært eitt og annað af þeim í rafrænni stjórnsýslu.