21 sep 72 þúsund á mánuði til meðalfjölskyldu
Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður munu lækka. Það eru tæpar 900 þúsund krónur á ári ef miðað er við par með tvö...
18 sep Flóttamaður verður íslenskur frambjóðandi
Kæru kjósendur, ég heiti Dusanka Kotaras og skipa 12. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Ég ætla að segja aðeins frá mér og minni upplifun á Íslandi en ég kom til landsins sem flóttamaður ásamt fjölskyldu minni og fimm öðrum fjölskyldum. Ég er 54 ára kona,...
16 sep Velkomin heim
Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var...
15 sep Færum valdið nær fólkinu
Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu. Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Til að svo...
08 sep Ekki tala út og suður í samgöngumálum!
Það vita allir að loftslagsmálin eru eitt stærsta hagsmunamál jarðarbúa og risavaxið úrlausnarefni. Þau kalla á samstillt átak allra, ekki síst innan flokkanna sjálfra. Samgöngumálin skipta þar veigamiklu máli. Það var því dapurlegt að lesa grein hér í blaðinu eftir þingmann Sjálfstæðisflokksins þar sem hann talaði...
08 sep Hengjum fálkaorðu á forstjóra Persónuverndar
Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar og hennar staðgengli, slást fyrir augljósum hagsmunum almennings á síðustu dögum. Persónuvernd gerði „alvarlegar athugasemdir“ við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, óskaði eftir...
06 sep 269
Ísland er lítið land. Smæðin er oft skyrkur. Hún leiðir til stuttra boðleiða og getu til að bregðast hratt við áskorunum. Þessi kostur íslensks samfélags hefur t.d. orðið áberandi í baráttunni við heimsfaraldur COVID. Kerfum er skellt upp á methraða. Hlutunum reddað. Það kemur því alltaf...
02 sep Viðreisn vill virkja vindinn
Við sigrumst ekki á loftslagsvánni án endurnýjanlegrar orku. Vatnsafl, jarðvarmi, vindorka og sólarorka eru slökkvitæki fyrir brennandi heim. Alþjóðasamfélagið leitar nú allra leiða til að losa sig við jarðefnaeldsneyti og nýta þess í stað endurnýjanlega orku. Það liggur í orðanna hljóðan, orkan sem við notum...
02 sep Húrra fyrir frelsinu (í boði Evrópusambandsins)
Áhugafólk um örlítið nútímalegri áfengislöggjöf hefur ekki haft mörg tækifæri til skála á kjörtímabilinu. Áfengisskattarnir eru með þeim hæstu í Evrópu. Fólki er bannað að brugga bjór og vín til einkanota. Lítil brugghús sem taka á móti gestum mega alls ekki leyfa gestunum að kaupa...
01 sep Viðreisn atkvæða
Sá möguleiki er fyrir hendi að úrslit komandi kosninga til Alþingis munu ekki endurspegla að fullu vilja þjóðarinnar. Kannanir sýna að mögulega munu stjórnmálaflokkar fá fleiri þingmenn en þeir ættu rétt á samkvæmt öllum eðlilegum skilningi. Er það sanngjarnt? Hvernig stendur á því? Reglur til þingkosninga...