Einu sinni spurði Happdrætti Háskólans fólk í auglýsingu hvað það myndi gera við stóra vinninginn. Einn sagðist vilja kaupa lítið sjávarþorp á Vestfjörðum. Svarið ýfði upp reiði hjá sumum sem töldu að þarna væru happdrættið og auglýsingastofan að gera lítið úr Vestfirðingum og þeirra heimabyggð....

Mikilvægustu atriðin í dómi Yfirnefndar Mannréttindadómstólsins í Landsréttarmálinu eru tvö: Annars vegar er sú meginniðurstaða Hæstaréttar staðfest með afdráttarlausum rökum að þáverandi dómsmálaráðherra braut íslensk lög við skipan dómaranna. Hins vegar virðast áhrif dómsins ekki leiða til ógildingar þeirra mála, sem dómararnir umdeildu áttu aðild að. Þetta...

Ég held að við Íslendingar séum duglegasta þjóð heims. Það sýna hagtölur að minnsta kosti. Þar segir að við vinnum einn lengsta vinnudag Evrópuþjóða og flesta yfirvinnutíma á ári. Við höfum eina lengstu starfsævi og erum að auki með þriðju hæstu meðallaun á Vesturlöndum. Við erum...

Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember. Þar eyddi hún miklu púðri í að upplýsa okkur sem lítið vitum, um að við værum að leggja fram bandvitlausa fjárhagsáætlun sem byggði á úreltri þjóðhagshagspá. Bæjarfulltrúinn segir...

Félagslegar afleiðingar kreppu eru þekktar. Fjárhagsáhyggjum og atvinnumissi fylgja enda margvíslegir erfiðleikar. Allt hefur þetta áhrif á sálarlíf þjóðar. Það ætti þess vegna að vera sérstakt kappsmál stjórnvalda núna að styðja við fólk og fjölskyldur ekki aðeins með markvissum efnahagsaðgerðum heldur um leið með því...