Umsögn Samkeppniseftirlitsins um sölu Íslandsbanka er pólitískt sprengiefni fyrir þá sök að hún endurspeglar skýra mynd af hnappheldu peningakerfisins og fjármálamarkaðarins. Jafnframt varpar hún ljósi á ófullnægjandi undirbúning málsins. Samkeppniseftirlitið telur núverandi eignarhald á viðskiptabönkunum gallað. Það er í prins­ippinu fylgjandi sölu á hlutum ríkisins. En...

Trumpisminn í Bandaríkjunum hefur í fjögur ár verið óumdeild háborg popúlismans í heiminum. Af sjálfu hefur leitt að forseti Bandaríkjanna hefur verið áhrifamesti popúlisti í heimi. Áður var hann leiðtogi lýðræðisþjóða og frjálsra viðskipta. Í síðustu viku gerðu stuðningsmenn Donalds Trumps áhlaup á þinghúsið og stöðvuðu...

Vinsælt jólalag sem Pálmi Gunnarsson syngur viðtexta Magnúsar Eiríkssonar byrjar svo: „Út með illsku og hatur“. Sú ósk virðist vera að rætast. Nú er tæp vika til forsetaskipta í Bandaríkjunum. Síðustu fjögur ár þar í landi hafa einkennst af hatursorðræðu Trumps sem endaði með mannskæðri innrás...