Fyrir keppnisleiki þarf töluverðan undirbúning sem oft ræður úrslitum þegar upp er staðið. Þjálfarateymi er ráðið til starfa, leikmannahópur valinn, markmið sett og svo langar og strangar æfingar. Það er ekki yfirstandandi heimsmeistaramót í handbolta sem vekur þessar hugrenningar hjá mér heldur orð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra...

Eftir að Króatía náði lang­þráðu mark­miði sínu um ára­mótin og skipti út gjald­miðli sínum fyrir evru eru þau orðin 20 Evrópu­löndin sem nýta sér þennan næst­stærsta gjald­miðil heims til hags­bóta fyrir ríkis­sjóð við­komandi landa, fyrir­tæki og heimili. Þá eru ó­talin ríki utan Evrópu­sam­bandsins sem nota...

Þessi grein mun birtast um áramótin 2029-2030 eftir 5 ára stjórnarsetu Viðreisnar sem komst til valda með frjálslyndum og alþjóðasinnuðum samstarfsflokkum eftir kosningarnar 2025. Viðreisnarstjórn númer 2 varð til. Hvaða árangri hefur þetta nýja stjórnarsamstarf náð? Skoðum það nánar. Loksins hefur náðst að jafna atkvæðisrétt allra landsmanna....

Það er fátt nýtt undir sólinni.Þessi gömlu sannindi koma upp í hugann nú þegar enn eitt árið kveður og nýtt tekur við. Veðráttan hefur sinn óstýriláta gang eins og við Íslendingar þekkjum manna best. Hagur fyrirtækja og heimila sveiflast upp og niður, ýmist vegna ytri eða...

Síðasta ára­tug hefur ólík hug­mynda­fræði aftur orðið ríkur þáttur pólitískrar um­ræðu og pólitískra á­taka. Víða á hug­mynda­fræði lýð­ræðis­skipu­lagsins í vök að verjast. Eins vex ein­angrunar­hyggju ás­megin með frá­hvarfi frá hug­mynda­fræði frjálsra við­skipta sem hafa tryggt smáum og stórum ríkjum jafna mögu­leika með sam­eigin­legum leik­reglum í fjöl­þjóða­sam­vinnu. Brexit...

Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og...