Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á...

Fjármálaráðherra heldur áfram að tala um hugmyndir Viðreisnar að betra samfélagi sem „kanínur úr hatti“, nú síðast í grein í miðju Fréttablaðsins 8. september. Skoðum þessar kanínur nánar. Fyrsta kanínan Viðreisn vill gengisstöðugleika með því að festa gengi krónunnar við evru með sama hætti og Danir og...

Í gegnum tíðina höfum við átt býsna gott heilbrigðiskerfi. Kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Breið samstaða hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum um að heilbrigðisþjónusta skuli vera fólki aðgengileg óháð efnahag þess. Á vettvangi stjórnmálanna hefur hins...

Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra. Það verður að viðurkennast að þetta ferli sem Fossvogsskóli hefur farið...